Cunha og Sane orðaðir við Arsenal - Gabriel til Sádi? - Mainoo gæti farið og Bellingham komið - Isak fær væna launahækkun
   mið 19. mars 2025 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gabriel á förum frá Arsenal? - Mögulegur Man Utd skiptidíll
Powerade
Rasmus Höjlund.
Rasmus Höjlund.
Mynd: EPA
Victor Osimhen.
Victor Osimhen.
Mynd: EPA
Kobbie Mainoo er einn mest spennandi leikmaður Man Utd.
Kobbie Mainoo er einn mest spennandi leikmaður Man Utd.
Mynd: EPA
Real Madrid vill Dean Huijsen, Bournemouth vill Caoimhin Kelleher og Al-Nassr horfir til Gabriel Magalhaes. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins sem BBC tekur saman og er í boði Powerade.



Real Madrid ætlar að taka áhuga sinn á Dean Huijsen (19) varnarmanni Bournemouth upp á næsta skref eftir að hann var kallaður upp í A-landslið Spánar. (Sun)

Bournemouth leiðir í baráttunni um að fá Caoimhin Kelleher (26) frá Liverpool. (Talksport)

Al-Nassr í Sádi-Arabíu vill fá Gabriel Magalhaes (27) miðvörð Arsenal í sumar. (GiveMeSport)

Newcastle er að undirbúa nýjan samning fyrir Alexander Isak (25) sem myndi nánast tvöfalda hann í launum. (GiveMeSport)

Napoli mun reyna að fá Rasmus Höjlund (22) framherja Man Utd en getur ekki borgað þær 50 milljónir punda sem United vill fá fyrir hann. (Gazzetta)

Victor Osimhen (26) sem nú er á láni hjá Galatasaray frá Napoli, gæti farið til United sem hluti af kaupverðinu fyrir Höjlund. (Mirror)

Chelsea íhugar að borga frekar sekt til United í stað þess að þurfa að standa við kaupskylduna í lánssamningi Jadon Sancho (24). (i Paper)

Andreas Berta, nýr íþróttastjóri Arsenal, vill fá Matheus Cunha (25) frá Wolves. Hann er með riftunarákvæði í samningi sínum sem hljóðar upp á 62,5 milljónum punda. (Teamtalk)

Eduardo Camavinga (22) er opinn fyrir því að fara til Manchester City í sumar. Hann hefur áhyggjur af stöðu sinni í hópnum hjá Real Madrid. (Football Insider)

Unai Emery, stjóri Aston Villa, vill að félagið kaupi Marco Asensio (29) frá PSG en hann er á láni hjá Villa út tímabilið. (GiveMeSport)

Arsenal fylgist með þróun mála hjá Leroy Sane (29) sem er að renna út á samninig hjá Bayern Munchen. (Football Insider)

Kobbie Mainoo (19) er einn af þeim sem Man Utd er tilbúið að selja í sumar til að fá inn fjármagn til leikmannakaupa. (Florian Plettenberg)

Bernardo Silva (30) vonast eftir því að vera áfram hjá Man City en hann á ár eftir af samningi sínum. (Mirror)

Tottenham er eitt af nokkrum félögum sem hafa áhuga á Benjamin Cremaschi (20) miðjumanni Inter Miami. Lionel Messi er sagður mikill aðdáandi Ameríkanans. (Teamtalk)

Barcelona vill selja Ansu Fati (22) í sumar en hann hafnaði fjórum tilboðum í janúar. (Fabrizio Romano)

Man Utd er eitt af nokkrum úrvalsdeildarfélögum sem hafa áhuga á Jobe Bellingham (19) miðjumanni Sunderland. (Teamtalk)

Crystal Palace vonast til að fá Hayden Hackney (22) frá Middlesbrough í sumar. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner