Danmörk U19 2 - 0 Ísland U19
1-0 Oscar Schwartau ('35 )
2-0 Jón Sölvi Símonarson ('45 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn
1-0 Oscar Schwartau ('35 )
2-0 Jón Sölvi Símonarson ('45 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn
Íslenska U19 landsliðið lék sinn fyrsta leik í milliriðli undankeppninnar fyrir EM í dag. Strákarnir mættu grönnum okkar frá Danmörku en riðillinn er spilaður í Ungverjalandi.
Völlurinn sem strákarnir spiluðu á var ekki góður og runnu menn talsvert á vellinum í leiknum.
„Mikið af mönnum að renna og boltinn oft að stoppa bara, skelfilegur völlur," skrifaði Daníel Darri Arnarsson sem textalýsti leiknum hér á Fótbolti.net.
Danir komust yfir á 35. mínútu með marki frá Oscar Schwartau sem spilar með Norwich á Englandi, markið kom eftir hornspyrnu danska liðsins. Í lok fyrri hálfleiks varð svo markvörðurinn Jón Sölvi Símonarson fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Boltinn fór í stöngina á marki Íslands, í hné Jóns Sölva og þaðan í netið.
Danska liðið hafði talsverða yfirburði í leiknum, átti fimmtán tilraunir gegn átta og sjö horn gegn einu horni hjá íslenska liðinu.
Ísland mætir næst Austurríki á laugardag og hefst sá leikur kl. 14:00.
Athugasemdir