
„Það er alltaf vonbrigði að tapa, það er bara einn möguleiki í bikarnum og við erum úr leik,'' segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 1-0 tap gegn Fram í 32-úrslit Mjólkurbikarsins.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 0 FH
„Ótrúlegt að við náðum ekki að skora markið í seinni hálfleik og jafna þennan leik en við reyndum og héldum áfram allan tímann en gekk ekki.''
Mathias fékk á sig klaufalegt mark gegn Fram þegar hann ætlar að grípa á móti bolta, en misreiknar sig.
„Já markið var klaufalegt og í öllum þessum leikjum sem við höfum spilað, þessum þrem leikjum, þá höfum við verið að fá klaufaleg mörk á okkur og við þurfum bara að loka á það ef við ætlum að komast eitthvað áfram.''
Hvernig fannst þér þessi vítadómur sem þið fenguð á ykkur?
„Það var náttúrulega bara tóm þvæla og aldrei víti. Ég á eftir að sjá það aftur, en mér sýndist nú markið sem Flóki var dæmdur rangstæður ekki vera rangstaða en ég ætla ekki að sverja fyrir það. Þegar leikurinn byrjaði þá var hann frábærlega dæmdur, þangað til að hann ákvað að dæma þetta víti og eftir það þá missti hann bara tökin á leiknum og þetta endaði bara í mikið af röngum dómum.''
FH missa af Evrópu sæti gegnum bikarinn og hafa byrjað illa í fyrstu tvem leikjum sínum í Bestu deildinni.
„Það er nóg eftir. Það eru nú bara tveir leikir búnir og tuttugu eftir áður en það kemur að skiptingu og við þurfum bara að sleikja sárin og halda áfram.''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.