Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
   lau 19. apríl 2025 12:40
Brynjar Ingi Erluson
Hvetur Man City til að kaupa Kelleher frá Liverpool - „Allir aðilar græða“
Mynd: EPA
Fyrrum markvörðurinn David James hvetur Manchester City til að kaupa Caoimhin Kelleher frá Liverpool í sumarglugganum ef Ederson ákveður að færa sig um set.

James, sem spilaði með bæði Liverpool og Man City á löngum ferli sínum, skrifaði um markvarðarmál City á Prime Casino á dögunum.

Ederson hefur staðið á milli stanganna hjá City síðustu átta ár, en hann hefur átt erfitt uppdráttar á annars meiðslahrjáðu tímabili hjá meisturunum.

Brasilíumaðurinn var orðaður við félög í Sádi-Arabíu á síðasta ári og eru nú taldar miklar líkur á að þetta verði hans síðasta tímabil í treyjunni.

James segist hafa fundið arftaka hans en Man City þyrfti að sannfæra keppinauta sína í Liverpool um að selja írska markvörðinn Caoimhin Kelleher.

Georgi Mamardashvili kemur til Liverpool frá Valencia í sumar, en honum er ætlað að berjast við Alisson um markvarðarstöðuna. Þá er ekkert pláss fyrir Kelleher sem mun væntanlega yfirgefa félagið.

„Ef þú horfir á síðustu tvö tímabil þá eru þeir Alisson og Ederson bestu markverðir ensku úrvalsdeildarinnar. Það er engin spurning. Ég held að það sé alveg óhætt að segja það að hann hafi átt erfitt tímabil í ár og kannski margt sem hefur átt sér stað utan vallar síðan í byrjun leiktíðar. Hann virðist ánægður, en það getur kannski verið því hann er að fá stoðsendingar núna. Ef hann ákveður hins vegar að fara þá held ég að Stefan Ortega hafi sannað að hann sé áreiðanlegur varakostur.“

„Caomhin Kelleher gæti jafnvel verið hentugur kostur í stað Ederson. Kelleher er raunverulegu að gera allt sem Ederson gerir fyrir Man City. Hann er með þessa ró og er góður undir pressu. Hann hefur unnið titla og tekið þátt í vítaspyrnukeppnum, sem eru mikilvægir kostir. Þetta er allt sem þú vilt fá frá topp markverði sem svarar í raun tveimur spurningum um Caoimhin.“

„Ég held að allir aðilar myndu græða á þessu, þó maður sjái ekki oft leikmenn fara á milli liða sem keppast um titilinn. Liverpool gæti þurft að láta frá sér markvörð í sumar og Man City gæti þurft einn inn í hópinn. Hann þarf ekki einu sinni að flytja því það eru bara 45 mínútur á milli staða,“
sagði James í lokin.
Athugasemdir
banner