Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 19. maí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
Mynd: Hulda Margrét
Ari Sigurpálsson.
Ari Sigurpálsson.
Mynd: Ari Sigurpálsson
Guðmundur Þórarinsson.
Guðmundur Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Kári Árnason.
Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jay Rodriguez skorar mark.
Jay Rodriguez skorar mark.
Mynd: Getty Images
Dean Martin.
Dean Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Tyrfingsson lék sína fyrstu tvo leik með liði Selfoss sumarið 2018. Hann lék svo nítján leiki með liðinu á síðustu leiktíð og var valinn besti leikmaður 16. umferðar 2. deildar.

Guðmundur skoraði tvö mörk í leikjunum nítján síðasta sumar. Hann er unglingalandsliðsmaður og hefur alls spilað sextán landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Í dag sýnir Guömundur á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Guðmundur Tyrfingsson

Gælunafn: Gummi, Gummy

Aldur: 17 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2018 gegn Grindavík í Fótbolta.net mótinu, nýorðinn 15 ára.

Uppáhalds drykkur: Rauður Plús

Uppáhalds matsölustaður: Tommi á krúsinni fær þetta

Hvernig bíl áttu: Keyri um á Ford Focus

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Hawaii five O

Uppáhalds tónlistarmaður: Ingó veðurguð

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann og Steindi Jr

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Þrist, Oreo, Jarðaber

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Lokadagur skilaverkefna er í dag

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: ÍBV: Gæti ekki hugsað mér að búa á þessari eyju. Ég er sjóveikur og það er alltaf rok þarna.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Gummi Tóta í 5v5 á skólavelli - galið að hann sé ekki landsliðshóp

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Úfff get ekki svarað þessari, hef verið mjög heppinn með þjálfara

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ari Sigurpálsson, ekki hægt að spila við hann í neinu. Hef tekið marga skallatennis leiki við hann og hann dæmir alla leiki - það þýðir ekkert að þræta við hann

Sætasti sigurinn: Ætli það sé ekki bara vinna Rey Cup 2017 í 4. flokk

Mestu vonbrigðin: Komast ekki upp úr 2. deild með Selfoss og komast ekki í milliriðla með U17 landsliðinu

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Kári Árnason kannski kominn á endasprettinn á ferlinum en hann er leiðtogi og klettur í vörninni. Gæti líka lært helling af honum.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Andri Fannar Baldursson

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Jón Vignir Pétursson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Dagný Halldórsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Aron Einarsson, elskar að rífa sig úr að ofan fyrir framan snapchat. Shoutout fyrir stelpurnar aroneinarss02

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima er best

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Legg símann upp í gluggakistu

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Handbolta

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Puma one, líklega sá eini í Puma á Íslandi

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Er ekki lélegur í einhverju einu. Áhuginn á námsefninu gerir mér erfitt fyrir.

Vandræðalegasta augnablik: LÍklega bara skora sjálfsmark alltaf jafn vandræðalegt

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Tæki Þór Llorens til að stjórna trúðalestinni, og Aron Einarsson því hann er alltaf með síma á sér svo myndi ég taka Jay Rodriguez leikmann Burnley hef alltaf langað til að chilla með þeim meistara

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Þrefaldur Íslandsmeistari og bikarmeistari í handbolta

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ívan Óli Santos, var skíthræddur við hann í yngri flokkum enda var hann langt á undan öllum í þroska en eftir að hafa kynnst honum hann algjör meistari og góður teammate.

Hverju laugstu síðast: Laug í spurningunni hérna fyrir ofan hef aldrei skorað sjálfsmark vissi bara ekkert til að svara í þeirri spurningu

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun hjá Dean Martin

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna um 10 leytið og kíki á prógrammið hjá Dean eftir það tek undirbý mig andlega fyrir prógrammið í smá tíma fer síðan eftir hádegi og klára prógrammið eftir það er bara chill restina af deginum sinni aðeins skólanum og spila Fifa.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner