Joey Gibbs, sóknarmaður Keflavíkur, er ekki búinn að reima markaskóna á sig í sumar.
Ástralski sóknarmaðurinn var leikmaður ársins í Lengjudeildinni í fyrra þegar Keflavík fór upp. Hann skoraði þá 21 mark í 19 leikjum í næst efstu deild.
Hann er ekki búinn að skora í fyrstu fjórum leikjum Keflavíkur í efstu deild og það er komin pressa á hann eins og rætt var um í Innkastinu síðasta mánudagskvöld.
„Það er ekkert langt þangað til maður fer að kalla Joey Gibbs bara Lengjudeildarskorara, það er mjög stutt í það," sagði Gunnar Birgisson.
„Þeir eiga Fylkir úti í næsta leik - lið sem hefur verið að ströggla svolítið - en svo eiga þeir Val og FH þar á eftir."
„Maður hefur verið að fylgjast með Eyjabitadeildinni. Það voru rosalega margir með Joey Gibbs í upphafi móts. Ætli hann sé ekki sá leikmaður sem hefur verið seldur af flestum?"
„Ég veit um mjög marga í kringum mig sem voru að velja á milli Sævars Atla og Joey Gibbs. Ég held að flestir hafi tekið Joey."
Hægt er að hlusta á Innkastið í heild sinni hér að neðan.
Athugasemdir