Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. maí 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wan-Bissaka má fara frá United
Mynd: EPA
Manchester United mun leyfa Aaron Wan-Bissaka að fara frá félaginu ef nægilega gott tilboð kemur í leikmanninn. Það er Sky Sports sem greinir frá.

Hægri bakvörðurinn, sem er 24 ára gamall, er ekki í plönum Erik ten Hag samkvæmt heimildum.

United er sagt frekar vilja selja leikmanninn en mun ekki útiloka að lána Wan-Bissaka ef að félagið sem hefur áhuga setur klásúlu í lánssamninginn um að kaupa leikmanninn að láni loknu.

Wan-Bissaka kom til United frá Crystal Palace sumarið 2019 og greiddi félagið 50 milljónir punda fyrir hann. Samningur hans við United rennur út 2024.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner