Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 19. maí 2024 17:10
Ívan Guðjón Baldursson
England: Evrópubaráttunni er ekki lokið
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Lokaumferð enska úrvalsdeildartímabilsins fór fram í dag og er ljóst að Newcastle endar í sjöunda sæti deildarinnar, sem gæti gefið liðinu þátttökurétt í Sambandsdeild Evrópu næsta haust.

Newcastle sigraði á útivelli gegn Brentford þar sem Bruno Guimaraes skoraði eitt og lagði upp tvö í góðum sigri. Newcastle komst í þriggja marka forystu fyrir leikhlé en Yoane Wissa skoraði og lagði upp í síðari hálfleik til að minnka muninn aftur niður í eitt mark, áður en Guimaraes innsiglaði 2-4 sigur.

Newcastle fer aðeins í Sambandsdeildina ef Manchester United mistekst að sigra í úrslitaleik FA bikarsins, þar sem Rauðu djöflarnir mæta nágrönnum sínum og ógnarsterkum andstæðingum Manchester City.

Chelsea tryggði sér þá sjötta sæti deildarinnar með fimmta deildarsigrinum í röð. Moises Caicedo og Raheem Sterling skoruðu í 2-1 sigri gegn Bournemouth.

Chelsea fer annað hvort í Evrópudeildina eða Sambandsdeildina næsta haust, en það fer allt eftir úrslitaleik FA bikarsins. Ef Man City sigrar þar fær Chelsea sæti í Evrópudeildinni, en hafi Man Utd betur mun Chelsea spila í Sambandsdeildinni.

Tottenham tryggði sér þá fimmta sæti deildarinnar sem kemur liðinu í Evrópudeildina, sama hvernig bikarúrslitin fara. Dejan Kulusevski skoraði tvennu og gerði Pedro Porro eitt mark í þægilegum sigri gegn Sheffield United.

Luton Town var svo gott sem fallið fyrir lokaumferðina og tapaði liðið á heimavelli gegn Fulham í dag, á meðan Nottingham Forest sigraði í Burnley.

Raúl Jimenez skoraði tvennu í Luton á meðan Adama Traore og Harry Wilson lögðu upp fyrir hvorn annan.

Í Burnley var það Chris Wood sem skoraði bæði mörk Nottingham Forest og fékk Jóhann Berg Guðmundsson að spila seinni hálfleikinn. Jói Berg kom inn í hálfleik í stöðunni 0-2 og urðu lokatölur 1-2.

Liverpool lagði þá tíu leikmenn Wolves að velli með mörkum frá Alexis Mac Allister og Jarell Quansah í lokaleik Jürgen Klopp með félagið á meðan Crystal Palace gerði sér lítið fyrir og rúllaði yfir Aston Villa.

Jean-Philippe Mateta skoraði þrennu í 5-0 sigri og gerði Eberechi Eze hin tvö mörkin. Mateta og Eze áttu einnig stoðsendingu á haus í leiknum.

Að lokum hafði Manchester United betur á útivelli gegn Brighton, þar sem Diogo Dalot og Rasmus Höjlund sáu um markaskorunina. Heimamenn í Brighton fengu góð færi í leiknum en nýttu þau ótrúlega illa.

Man Utd þarf að sigra úrslitaleik FA bikarsins til að komast í Evrópukeppni næsta haust.

Burnley 1 - 2 Nott. Forest
0-1 Chris Wood ('2 )
0-2 Chris Wood ('14 )
1-2 Joshua Cullen ('72 )

Luton 2 - 4 Fulham
0-1 Adama Traore ('43 )
1-1 Carlton Morris ('45 , víti)
1-2 Raul Jimenez ('45 )
1-3 Raul Jimenez ('49 )
2-3 Alfie Doughty ('55 )
2-4 Harry Wilson ('68 )

Sheffield Utd 0 - 3 Tottenham
0-1 Dejan Kulusevski ('14 )
0-2 Pedro Porro ('59 )
0-3 Dejan Kulusevski ('65 )

Brentford 2 - 4 Newcastle
0-1 Harvey Barnes ('21 )
0-2 Jacob Murphy ('36 )
0-3 Alexander Isak ('38 )
1-3 Vitaly Janelt ('48 )
2-3 Yoane Wissa ('70 )
2-4 Bruno Guimaraes ('77 )

Brighton 0 - 2 Manchester Utd
0-1 Diogo Dalot ('73 )
0-2 Rasmus Hojlund ('88 )

Chelsea 2 - 1 Bournemouth
1-0 Moises Caicedo ('17 )
2-0 Raheem Sterling ('48 )
2-1 Benoit Badiashile ('49 , sjálfsmark)

Crystal Palace 5 - 0 Aston Villa
1-0 Jean-Philippe Mateta ('9 )
2-0 Jean-Philippe Mateta ('39 )
3-0 Eberechi Eze ('54 )
4-0 Jean-Philippe Mateta ('63 )
5-0 Eberechi Eze ('69 )

Liverpool 2 - 0 Wolves
1-0 Alexis MacAllister ('34 )
2-0 Jarell Quansah ('40 )
Rautt spjald: Nelson Semedo, Wolves ('28)
Athugasemdir
banner
banner
banner