Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. júní 2021 12:40
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd leggur fram tilboð í Sancho
Jadon Sancho er að nálgast Man Utd
Jadon Sancho er að nálgast Man Utd
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur lagt fram rúmlega 75 milljón punda tilboð í enska landsliðsmanninn Jadon Sancho en Fabrizio Romano greinir frá þessu og Sky Sports tekur undir þessar fregnir.

Man Utd reyndi að fá Sancho frá Borussia Dortmund síðasta sumar en þýska félagið vildi fá rúmlega 100 milljón pund fyrir leikmanninn. Þær viðræður sigldu í strand eftir að Dortmund gaf United möguleika á að ganga frá kaupunum fyrir 10. ágúst.

Það varð ekkert af því og ákvað United að bíða. Núna er staðan önnur og virðist Sancho nálgast enska félagið.

Samkvæmt Romano og Sky Sports hefur United lagt fram rúmlega 75 milljón punda tilboð í Sancho en félagið hefur þegar komist að samkomulagi við leikmanninn um kaup og kjör.

Það er ekkert samkomulag í höfn en Romano segir þó Sancho nálgast Man Utd með degi hverjum.

Hann er þessa stundina með enska landsliðinu á Evrópumótinu en hefur þó ekki spilað mínútu í fyrstu tveimur leikjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner