Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 19. júlí 2018 21:28
Ester Ósk Árnadóttir
Sveinn Elías: Við vorum alltaf með þetta
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Já hann fór mjög vel," sagði Sveinn Elías fyrirliði Þórs eftir að hafa spilað leik númer 200 fyrir Þór sem endaði með 4-1 sigri á Haukum á Akureyri.

Lestu um leikinn: Þór 4 -  1 Haukar

Þór lenti undir í leiknum en var búið að vera hættulegri aðilinn fram að því.

„Mér fannst við spila hann vel frá fyrstu mínútu. Ég fékk færi strax á annarri mínútu og pínu pirrandi að setja hann ekki þar. Svo fær Manni færi og víti. Við vorum alltaf með þetta og ég held að við höfum fundið það allan tímann. Um leið og við skoruðum vissu bæði liðin á vellinum hvernig leikurinn væri að fara að enda." 

Eftir leikinn er Þór komið í 26 stig og á toppnum en HK á leik til góða.

„Það er bara að setja sér ný markmið. Við eigum bara aðeins eftir að fara yfir hver þau eru en það er bara að halda áfram að saman stigum. Ef við gerum það þá gæti þetta orðið skemmtilegt sumar." 

Þór á ÍA í næsta leik upp á Skaga.

„Ég sé bara þrjú stig koma hingað norður fyrir mér þar. Það er mikið sjálfstraust í liðinu. Útivellir hafa reynst okkur gríðalega vel í sumar og ég held við séum taplausir á útivelli. Ég hugsa að það verði líka þannig eftir viku." 

Viðtalið má sjá heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner