Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
   fös 19. ágúst 2022 13:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Engin spurning að Elín Metta yrði áfram í hópnum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson sagði frá því á fréttamannafundi í dag að það hefði ekki verið nein spurning um að Elín Metta Jensen yrði áfram í íslenska landsliðinu þegar kom að því að velja landsliðshóp fyrir komandi leiki í undankeppni HM.

Fjallað var um að Elín Metta hefði glímt við veikindi eftir EM og eftir endurkomuna eftir veikindin hefur hún ekki verið í byrjunarliði Vals.

Sjá einnig:
Skrítnar sögur um Elínu eftir EM - „Það er víst algjört kjaftæði"

„Ég bara ákvað að hafa hana áfram og ég tel að hún geti gert hluti fyrir okkur."

„Ég hef rætt við hana og hún er í fínu standi,"
sagði Steini.

Elín á að baki sextíu landsleiki og hefur í þeim skorað sextán mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner