Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 19. september 2022 16:00
Elvar Geir Magnússon
Tuchel næsti stjóri Bayern?
Todd Boehly, eigandi Chelsea, tók þá óvæntu ákvörðun fyrr í þessum mánuði að reka Thomas Tuchel. Mögulegt er að þýski stjórinn verði ekki lengi atvinnulaus og talað um að hann fylgist grannt með gangi mála hjá Þýskalandsmeisturum Bayern München.

Pressan eykst á Julian Nagelsmann, stjóra Bayern, en liðið tapaði 1-0 fyrir Augsburg um helgina.

Það er ólga innan Bayern og þýska blaðið Bild segir að einhverjir leikmenn séu óánægðir með það hvernig Nagelsmann hefur gagnrýnt liðið en ekki tekið ábyrgð sjálfur.

Þá segir blaðið að Tuchel sé í miklum metum hjá nokkrum af æðstu mönnum Bayern en Tuchel var áður stjóri Borussia Dortmund. Í samningi Nagelsmann sé klásúla sem gefi félaginu færi á að reka hann fyrir ákveðna upphæð.

Bayern er núna í fimmta sæti þýsku Bundesligunnar - fimm stigum frá toppliði Union Berlin.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir