Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. september 2022 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Talað um krísu hjá Bayern - Nagelsmann undir pressu
Julian Nagelsmann.
Julian Nagelsmann.
Mynd: EPA
Það er farin að myndast pressa á Julian Nagelsmann, stjóra Bayern München í Þýskalandi.

Bayern tókst að vinna góðan sigur gegn Barcelona í Meistaradeildinni á dögunum en árangurinn heima fyrir hefur ekki verið boðlegur fyrir stórveldi á borð við Bayern.

Liðið tapaði 1-0 fyrir Augsburg um liðna helgi og er liðið núna í fimmta sæti - fimm stigum frá toppliði Borussia Dortmund. Það er talað um krísu hjá Bayern.

Bayern hefur unnið deildina tíu ár í röð og það er pressa að myndast á hinum unga Nagelsmann; hann er í sínu stærsta starfi á ferlinum til þessa og þarf að koma mönnum í gang.

Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern, sagði um helgina að það væri eins og leikmenn ætluðu bara að taka deildina með hálfum hug en það myndi aldrei duga. Hann sagði jafnframt að Nagelsmann væri með stuðning stjórnar eins og er.


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 18 16 2 0 71 14 +57 50
2 Dortmund 18 11 6 1 35 17 +18 39
3 Hoffenheim 17 10 3 4 35 21 +14 33
4 Stuttgart 18 10 3 5 33 26 +7 33
5 RB Leipzig 17 10 2 5 33 24 +9 32
6 Leverkusen 17 9 2 6 34 25 +9 29
7 Eintracht Frankfurt 18 7 6 5 38 39 -1 27
8 Freiburg 18 6 6 6 29 31 -2 24
9 Union Berlin 18 6 6 6 24 27 -3 24
10 Köln 18 5 5 8 27 30 -3 20
11 Gladbach 18 5 5 8 23 29 -6 20
12 Wolfsburg 18 5 4 9 27 38 -11 19
13 Werder 17 4 6 7 21 34 -13 18
14 Hamburger 17 4 5 8 17 27 -10 17
15 Augsburg 18 4 4 10 20 35 -15 16
16 Heidenheim 18 3 4 11 17 39 -22 13
17 Mainz 18 2 6 10 18 31 -13 12
18 St. Pauli 17 3 3 11 16 31 -15 12
Athugasemdir
banner