Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. október 2019 18:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Tvö mörk City á tveimur mínútum kláruðu Palace
Jesus skoraði með glæsilegum flugskalla.
Jesus skoraði með glæsilegum flugskalla.
Mynd: Getty Images
City liðið fagnar eftir mark David Silva.
City liðið fagnar eftir mark David Silva.
Mynd: Getty Images
Crystal Palace 0 - 2 Manchester City
0-1 Gabriel Jesus ('39 )
0-2 David Silva ('41 )

Crystal Palace tók á móti Englandsmeisturum Manchester City í lokaleik dagsins í ensku úrvaldeildinni.

Pep Guardiola stillti upp heldur betur óvæntri varnarlínu en hana mynduðu þeir Joao Cancelo, Fernandinho, Rodri og Benjamin Mendy.

Aymeric Laporte, Kyle Walker, Oleksandr Zinchenko og Nicolas Otamendi voru allir fjarri góðu gamni hjá City. Þá var John Stones á varamannabekknum.

City liðið hafði talsverða yfirburði í leiknum og var u.þ.b. 70% með boltann. Fyrsta mark leiksins kom á 39. mínútu en þá átti Bernardo Silva flotta fyrirgöf sem Gabriel Jesus stýrði í netið með frábærum flugskalla.

Tæpum tveimur mínútum seinna skoraði David Silva annað mark City og það kom eftir gífurlega laglegan undirbúning frá Raheem Sterling. City liðið reyndi að bæta í í seinni hálfleik og gerði t.a.m. tilkall til vítaspyrnu en fengu ekkert fyrir sinn snúð.

Kevin de Bruyne fékk upplagt marktækifæri til að bæta við en Christian Benteke fékk besta tækifæri heimamanna þegar Ederson varði skalla hans glæsilega. Þá kom Wilfried Zaha sér í fínt færi undir lokinn en Ederson var aftur vel á verði og sá við honum.

Manchester City er nú fimm stigum á eftir toppliðinu, Liverpool, sem leikur á morgun gegn Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner