Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 19. október 2019 20:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Ronaldo og Pjanic sáu um Bologna
Markaskorarar Juve ásamt Sami Khedira.
Markaskorarar Juve ásamt Sami Khedira.
Mynd: Getty Images
Pjanic réttur maður á réttum stað.
Pjanic réttur maður á réttum stað.
Mynd: Getty Images
Juventus 2 - 1 Bologna
1-0 Cristiano Ronaldo ('19 )
1-1 Danilo ('26 )
2-1 Miralem Pjanic ('54 )

Juventus fékk Bologna í heimsókn í lokaleik dagsins í ítölsku Seríu A.

Cristiano Ronaldo kom heimamönnum á bragðið á 19. mínútu þegar hann skoraði sitt 701. mark á ferlinum. Laglegt einstaklingsframtak sem Lukasz Skorupski tókst ekki að sjá við.

Danilo jafnaði leikinn fyrir gestina sjö mínútum seinna eftir undirbúning frá Ibrahima Mbaye. Lagleg fyrirgjöf Mbaye fann Danilo sem kláraði.

Miralem Pjanic skoraði þriðja mark leiksins í byrjun seinni hálfleiks. Markið kom á 54. mínútu og reyndist sigurmark leiksins en boltinn barst til Pjanic eftir frákast.

Gonzalo Higuain og Ronaldo komust næst því að bæta við fyrir Juve en það tókst ekki. Gianluigi Buffon bjargaði svo heimamönnum með góðri vörslu undir lok leiks.

Juventus er á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot á Inter sem mætir Sassuolo á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner