Phillips, Toney, Guirassy, Vlahovic, Thuram, Mbappe og fleiri koma við sögu.
   sun 19. nóvember 2023 19:36
Brynjar Ingi Erluson
Glódís í hjarta varnarinnar í sigri Bayern
watermark Glódís Perla átti góðan leik í vörninni
Glódís Perla átti góðan leik í vörninni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München unnu góðan 2-0 sigur á Werder Bremen í þýsku deildinni í dag, en liðið er nú á toppnum með 20 stig.

Íslenska landsliðskonan var með fyrirliðabandið í vörninni og stóð sína plikt.

Magdalena Eriksson og Katharina Naschenweng skoruðu mörk Bayern í sjötta sigri tímabilsins.

Liðið er áfram taplaust eftir fyrstu átta leikina og stemningin góð fyrir næsta leik sem er gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu.

Sá leikur er á fimmtudag og fer fram í París, en Bayern er með eitt stig eftir eina umferð.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner