Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München unnu góðan 2-0 sigur á Werder Bremen í þýsku deildinni í dag, en liðið er nú á toppnum með 20 stig.
Íslenska landsliðskonan var með fyrirliðabandið í vörninni og stóð sína plikt.
Magdalena Eriksson og Katharina Naschenweng skoruðu mörk Bayern í sjötta sigri tímabilsins.
Liðið er áfram taplaust eftir fyrstu átta leikina og stemningin góð fyrir næsta leik sem er gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu.
Sá leikur er á fimmtudag og fer fram í París, en Bayern er með eitt stig eftir eina umferð.
Ende in Bremen! Die #FCBayern Frauen gewinnen verdient beim SVW und verteidigen die Tabellenführung! ????????
— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) November 19, 2023
#SVWFCB #MiaSanMia #DieLiga pic.twitter.com/Ky2uLzsDCZ
Athugasemdir