Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   sun 19. nóvember 2023 18:36
Brynjar Ingi Erluson
Salah lagði upp í sigri á Síerra Leóne
Mynd: EPA
Mohamed Salah lagði upp annað mark Egyptalands í 2-1 sigri þjóðarinnar á Síerra Leóne í undankeppni heimsmeistaramótsins í dag.

Salah fór mikinn á dögunum er hann skoraði fjögur mörk í 6-0 stórsigri á Djibouti.

Hann var aftur í byrjunarliði egypska landsliðsins í dag og lagði upp annað markið fyrir Trezeguet.

Trezeguet skoraði bæði mörk Egypta sem eru með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Egypska landsliðið kemur næst saman í janúar og tekur þá þátt í Afríkumótinu sem fer fram á Fílabeinsströndinni. Þar eru Egyptar með Mósambique, Gana og Grænhöfðaeyjum í riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner