Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 20. mars 2023 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hræddur um að tímabilinu sé lokið hjá Tomiyasu
Mynd: Getty Images

Takehiro Tomiyasu og William Saliba þurftu báðir að fara af velli vegna meiðsla þegar Arsenal féll úr leik í Evrópudeildinni í vikunni eftir tap gegn Sporting í vítaspyrnukeppni.


Tomiyasu hefur þegar dregið sig úr japanska landsliðshópnum fyrir komandi verkefni og líklegt þykir að Saliba taki ekki þátt í leikjum franska landsliðsins.

Þá segist Arteta hræddur um að tímabilinu sé lokið hjá Tomiyasu.

„Við vitum það ekki, læknarnir eru að skoða hann, hann er búinn að fara í eina rannsókn, þeir þurfa að framkvæma aðra en þetta lítur ekki vel út, það er ljóst," sagði Arteta að spurður hvort Tomiyasu muni spila aftur á þessari leiktíð.

„Hann er ekki sá leikmaður sem ýkir hlutina. Hann hafði miklar áhyggjur strax og þá urðum við áhyggjufullir. Við vonum að Saliba fái betri fréttir en við verðum að bíða og sjá."

Það kemur betur í ljós í dag hversu alvarleg meiðslin eru.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner