banner
   mán 20. mars 2023 19:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jesus: Hérna er enginn aðal maðurinn
Mynd: Getty Images

Arsenal er með átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið á tíu leiki eftir. Manchester City er í öðru sæti en á leik til góða.


Gabriel Jesus framherji Arsenal og fyrrum leikmaður Manchester City veit hvað þarf til að vinna titla en hann er bjartsýnn á að Arsenal klári deildina.

„Þegar þú átt mikilvæga leiki, stóra leiki, úti og heima þá verðuru að spila eins, ekki breyta, vera saman og svo sjáum við til. Liðið er að gera vel. Hérna er enginn aðal maðurinn, allir eru saman. Þegar ég meiddist vorum við vissir um að Nketiah gæti hjálpað okkur og hann gerði það. Trossard kom og gerði það líka," sagði Jesus.

„Allir eru saman í þessu. Til að verða meistari í þessari risastóru keppni þurfum við ekki aðeins ellefu leikmenn."


Enski boltinn - Ræða Conte og Mitrovic ekkert gáfnaljós
Athugasemdir
banner
banner