Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. apríl 2021 21:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Æfingaleikir: Leiknir lagði HK í Kórnum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
HK mætti Leikni í æfingaleik í Kórnum í kvöld. Leikurinn var liður í undirbúningi liðanna fyrir Pepsi Max-deild karla sem hefst eftir tíu daga.

Leiknir komst yfir með marki úr vítaspyrnu, Andrés Manga Escobar skoraði af punktinum.

Jón Arnar Barðdal jafnaði metin fyrir HK en Breiðhyltingar tryggðu sér sigur undir lokin. Þar var Ágúst Leó Björnsson að verki.

Leikni var í dag spáð 12. sæti í deildinni en HK er meðal efstu níu liðanna í deildinni miðað við spá.

Í gær vann Ægir 2-7 sigur á Hvíta Riddaranum, staðan var 1-4 í hálfleik. Markaskorara má sjá hér að neðan.

HK 1 - 2 Leiknir R.
0-1 Andrés Manga Escobar, víti
1-1 Jón Arnar Barðdal
1-2 Ágúst Leó Björnsson

Hvíti riddarinn 2 - 7 Ægir
1-0 Haukur Eyþórs
1-1 Cristofer Rolin
1-2 Panos Pali
1-3 Sigurður Óli Guðjónsson
1-4 Sigurður Óli Guðjónsson
1-5 Panos Pali
1-6 Sigurður Óli Guðjónsson
2-6 Björgvin
2-7 Einar Ísak Friðbertsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner