Það eru fjórir leikir á dagskrá í íslenska boltanum í dag og fara tveir þeirra fram í Bestu deild karla.
HK spilar þar heimaleik gegn FH í Kórnum áður en KR mætir Fram á AVIS vellinum í Laugardal, þar sem grasvöllurinn í Frostaskjóli er ekki tilbúinn eftir kaldan aprílmánuð.
KR er eitt af þremur liðum Bestu deildarinnar sem tókst að sigra tvo fyrstu leiki tímabilsins en Framarar hafa sýnt flotta takta á upphafi tímabils og má því búast við hörku baráttu í Laugardalnum.
Þá fara tveir fyrstu leikir ársins fram í Mjólkurbikar kvenna, þar sem Haukar taka á móti ÍR á meðan Dalvík/Reynir fær Einherja í heimsókn.
Besta-deild karla
14:00 HK-FH (Kórinn)
16:15 KR-Fram (AVIS völlurinn)
Mjólkurbikar kvenna
14:00 Haukar-ÍR (BIRTU völlurinn)
14:00 Dalvík/Reynir-Einherji (Dalvíkurvöllur)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir