Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   lau 20. apríl 2024 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líkleg byrjunarlið í stórleiknum - Rútuferð í Víkina?
Reynsla í bland við hlaupagetu
Halldór Árnason er með stjórnartaumana hjá Blikum.
Halldór Árnason er með stjórnartaumana hjá Blikum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kemur Arnar á óvart á morgun? Gunnar Vatnhamar á miðjunni og Gísli í vörninni?
Kemur Arnar á óvart á morgun? Gunnar Vatnhamar á miðjunni og Gísli í vörninni?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað fáum við að sjá mikið af Ísaki?
Hvað fáum við að sjá mikið af Ísaki?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjar fyrirliðinn sinn fyrsta leik?
Byrjar fyrirliðinn sinn fyrsta leik?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar mættu á rútu í Víkina í fyrra.
Blikar mættu á rútu í Víkina í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Annað kvöld, klukkan 19:15, hefst leikur Víkings og Breiðabliks í 3. umferð Bestu deildarinnar.

Þá mætast liðin í fyrsta keppnisleiknum frá því að Óskar Hrafn Þorvaldsson var látinn fara frá Breiðabliki og tók svo skömmu síðar við Haugesund.

Nú hefst ný skák, skák þeirra Arnars Gunnlaugssonar og Halldórs Árnasonar.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

„Við komum mjög vel stemmdir inn í þann leik. Það byrja væntanlega pílur að flakka á milli núna tvem til þrem dögum fyrir leik. Þeir hafa byrjað virkilega vel og eru með hörkulið. Búnir að fjárfesta vel í leikmönnum. Ekkert ósvipað og við búnir að missa stóra pósta úr sínum hópi en búnir að endurnýja vel. Það er kominn einhver glampi aftur í augun á þeim," sagði Arnar við Fótbolta.net eftir síðasta leik.

Í þessum deildarleik liðanna í fyrra mættu Blikar eftirminnilega á rútu í Víkina og „of seint". Allir muna svo eftir leiknum í Kópavogi sem fór fram fyrr um sumarið þar sem fyrirliði Breiðabliks talaði um geltandi hvolpa, Arnar tók tryllinginn í viðtölum eftir leik og Logi ýtti Dóra Árna.

Nokkrar breytingar eru á leikmannahópum liðanna frá því í fyrra. Núna er enginn Logi Tómasson, enginn Birnir Snær Ingason, Gísli Eyjólfsson er farinn og sömu sögu er að segja af Antoni Loga Lúðvíkssyni. Talsvert fleiri Blikar eru farnir frá félaginu en nokkrir eru komnir í staðinn. Ísak Snær Þorvaldsson er sem dæmi mættur aftur.

Fótbolti.net setti saman líkleg byrjunarlið fyrir leikinn á morgun og má sjá þau hér að neðan.

Við spáum því að Alexander Helgi Sigurðarson, sem missti af síðasta leik vegna meiðsla, byrji á miðjunni hjá Blikum í stað Arnórs Gauta Jónssonar. Þá spáum við því að sá traustasti, Andri Rafn Yeoman, verði í varnarlínunni á kostnað Kristins Jónssonar. Loks spáum við því að Kristófer Ingi Kristinsson leiði línuna á kostnað Benjamin Stokke sem byrjaði síðasta leik. Fljótt á litið er meiri hlaupageta í Kristófer.
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Hjá heimamönnum spáum við þremur breytingum frá síðasta leik. Ef líklega liðið reynist rétt þá koma þeir Viktor Örlygur Andrason, Danijel Dejan Djuric og Nikolaj Hansen inn fyrir þá Gísla Gottskálk Þórðarson, Helga Guðjónsson og Ara Sigurpálsson. Arnar leiti með því í reynslumeiri leikmenn og leikmann, Danijel Djuric, sem elskar stóra leiki eins og þennan.
Mynd: Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke

Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Athugasemdir
banner
banner