Aston Villa og Man Utd gætu skipst á leikmönnum - Onana falur fyrir 20 milljónir punda - Isak fer ekki frá Newcastle
   sun 20. apríl 2025 14:00
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu glæsilegt fyrsta mark Giroud í MLS-deildinni
Olivier Giroud skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu
Olivier Giroud skoraði fallegt mark úr aukaspyrnu
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Olivier Giroud skoraði fyrsta mark sitt fyrir Los Angeles FC í MLS-deildinni í nótt og var það af allra dýrustu gerð.

Giroud kom til LAFC frá AC Milan á síðasta ári og hafði skorað í bikarkeppnum með liðinu en stuðningsmenn þurftu að bíða þolinmóðir eftir fyrsta deildarmarkinu.

Biðin var líklega þess virði en fyrsta mark hans kom í 3-3 jafntefli gegn Portland í nótt.

LAFC fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn sem Giroud setti yfir vegginn og í slá og inn.

Þetta var aðeins áttunda aukaspyrnumark hans á ferlinum, en það má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner