mið 20. maí 2020 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Áskrift að Stöð 2 Sport Ísland styrkir félagslið
Mynd: Stöð 2
Íslenski boltinn ætti að fara formlega af stað í júní og eru æfingaleikir á dagskrá síðustu dagana í maí. Stöð 2 Sport Ísland mun sýna frá Pepsi Max-deildinni og Mjólkurbikarnum bæði í karla- og kvennaflokki.

Stöð 2 er með sérstakt tilboð þar sem verðandi áskrifendur geta pantað sér áskrift og valið hvaða félag þeir vilja styrkja um 6.470 krónur yfir leiktíðina.

Hvert félag fær 645 áskriftir til að selja, sem geta skilað rúmlega fjórum milljónum í kassann hjá hverju félagi yfir eitt tímabil.

KSÍ og ÍTF eru partur af samstarfinu og kostar íslenski sportpakkinn 3.990 kr. á mánuði. Það eru tveir dagar eftir af þessu frábæra tilboði.

Af vefsíðu Stöðvar 2:
Til að bregðast við breyttu umhverfi í íslenskri knattspyrnu vegna núverandi aðstæðna í íslensku samfélagi hafa KSÍ, ÍTF og Stöð 2 Sport ákveðið að bjóða upp á lausn sem bæði aflar félögum í Pepsí Max deildunum nýrra tekna og eflir umfjöllun um deildirnar.

Stöð 2 Sport mun að því miði afhenda hverju félagi í Pepsí Max deildum 645 áskriftir að Stöð 2 Sport Ísland, sem veitir aðgengi að umfjöllun Stöðvar 2 Sports um íslenskar íþróttir.

Meðal efnis sem er á dagskrá á Stöð 2 Sport Ísland á því tímabili er að óbreyttu eftirfarandi:
Pepsí Max deildin (kk og kvk)
Mjólkurbikar (kk og kvk)
Þjóðadeildin
Umspil fyrir EM 2021 karla
Undankeppni EM 2022 kvenna
Olís deildin í handbolta (kk og kvk)
Domino's deildin í körfubolta (kk og kvk)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner