Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum - „Rosa spenntur fyrir næsta tímabili"
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
banner
   fim 20. júní 2019 22:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Virkilega döpur úrslit hjá okkar liði
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar tóku á móti Mosfellingunum frá Aftureldingu í kvöld en flautað var til leiks á Rafholtvellinum í 8.Umferð Inkasso deildar karla í kvöld. Afturelding fór með sigur af hólmi með tveimur mörkum gegn engu.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 Afturelding

„Bara mjög svekkjandi, virkilega döpur úrslit hjá okkar liði." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

Jafnræði hafði verið með liðunum framan af leik en þegar líða tók á leikinn áttu Mosfellingar skiptingu sem virtist gjörbreyta leiknum fyrir gestina.
„Þeir koma með mjög spræka stráka inn og þeir eru öflugir þessir tveir strákar sem komu inn en það er sama, við fengum nátturlega einhverja option-a hérna í seinni hálfleik raunverulega en við náðum ekki að nýta það nægilega vel og þeir gera bara svo sem ágætlega." 

Aðspurður um hvað hafi farið úrsleiðis í dag hafði Rafn Markús þetta að segja.
„Þeir skoruðu og ekki við en fyrst og síðast var þetta ekki nógu gott hjá okkur í heildina, vorum slakir í fyrri og komum svo mun sterkari hérna í seinni hálfleikinn og eftir markið raunverulega þá náðu þeir ekkert að ógna að neinu ráði en fyrst og síðast þá náum við ekki að skora og það er vont."

Athygli vakti í aðdraganda fyrsta marksins virtist vera sem brotið hafi verið á Brynjari Atla i marki Njarðvíkur en Njarðvíkingar voru svo ekki með neinn varamarkmann á bekknum hjá sér í dag.
„Ég sé það ekki frá okkar hlið, hann dæmdi mjög vel í dag og ég sá það ekki en allavega lá Brynjar eftir meiddur en ég hef ekki hugmynd um það."
„Pálmi er með þriðja flokki á Spáni og Jökull var ekki með okkur í dag."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner