Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 20. júní 2019 22:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Virkilega döpur úrslit hjá okkar liði
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar tóku á móti Mosfellingunum frá Aftureldingu í kvöld en flautað var til leiks á Rafholtvellinum í 8.Umferð Inkasso deildar karla í kvöld. Afturelding fór með sigur af hólmi með tveimur mörkum gegn engu.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 Afturelding

„Bara mjög svekkjandi, virkilega döpur úrslit hjá okkar liði." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

Jafnræði hafði verið með liðunum framan af leik en þegar líða tók á leikinn áttu Mosfellingar skiptingu sem virtist gjörbreyta leiknum fyrir gestina.
„Þeir koma með mjög spræka stráka inn og þeir eru öflugir þessir tveir strákar sem komu inn en það er sama, við fengum nátturlega einhverja option-a hérna í seinni hálfleik raunverulega en við náðum ekki að nýta það nægilega vel og þeir gera bara svo sem ágætlega." 

Aðspurður um hvað hafi farið úrsleiðis í dag hafði Rafn Markús þetta að segja.
„Þeir skoruðu og ekki við en fyrst og síðast var þetta ekki nógu gott hjá okkur í heildina, vorum slakir í fyrri og komum svo mun sterkari hérna í seinni hálfleikinn og eftir markið raunverulega þá náðu þeir ekkert að ógna að neinu ráði en fyrst og síðast þá náum við ekki að skora og það er vont."

Athygli vakti í aðdraganda fyrsta marksins virtist vera sem brotið hafi verið á Brynjari Atla i marki Njarðvíkur en Njarðvíkingar voru svo ekki með neinn varamarkmann á bekknum hjá sér í dag.
„Ég sé það ekki frá okkar hlið, hann dæmdi mjög vel í dag og ég sá það ekki en allavega lá Brynjar eftir meiddur en ég hef ekki hugmynd um það."
„Pálmi er með þriðja flokki á Spáni og Jökull var ekki með okkur í dag."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner