Mainoo og Garnacho gætu verið seldir í sumar - Cunha hefur áhuga á að fara í stærra félag - Guardiola fúll út í Walker
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 20. júní 2019 22:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Rafn Markús: Virkilega döpur úrslit hjá okkar liði
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Njarðvíkingar tóku á móti Mosfellingunum frá Aftureldingu í kvöld en flautað var til leiks á Rafholtvellinum í 8.Umferð Inkasso deildar karla í kvöld. Afturelding fór með sigur af hólmi með tveimur mörkum gegn engu.

Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  2 Afturelding

„Bara mjög svekkjandi, virkilega döpur úrslit hjá okkar liði." Sagði Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn í kvöld.

Jafnræði hafði verið með liðunum framan af leik en þegar líða tók á leikinn áttu Mosfellingar skiptingu sem virtist gjörbreyta leiknum fyrir gestina.
„Þeir koma með mjög spræka stráka inn og þeir eru öflugir þessir tveir strákar sem komu inn en það er sama, við fengum nátturlega einhverja option-a hérna í seinni hálfleik raunverulega en við náðum ekki að nýta það nægilega vel og þeir gera bara svo sem ágætlega." 

Aðspurður um hvað hafi farið úrsleiðis í dag hafði Rafn Markús þetta að segja.
„Þeir skoruðu og ekki við en fyrst og síðast var þetta ekki nógu gott hjá okkur í heildina, vorum slakir í fyrri og komum svo mun sterkari hérna í seinni hálfleikinn og eftir markið raunverulega þá náðu þeir ekkert að ógna að neinu ráði en fyrst og síðast þá náum við ekki að skora og það er vont."

Athygli vakti í aðdraganda fyrsta marksins virtist vera sem brotið hafi verið á Brynjari Atla i marki Njarðvíkur en Njarðvíkingar voru svo ekki með neinn varamarkmann á bekknum hjá sér í dag.
„Ég sé það ekki frá okkar hlið, hann dæmdi mjög vel í dag og ég sá það ekki en allavega lá Brynjar eftir meiddur en ég hef ekki hugmynd um það."
„Pálmi er með þriðja flokki á Spáni og Jökull var ekki með okkur í dag."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner