Það má segja að bandaríski markvörðurinn Matt Turner sé strax orðinn mjög vinsæll hjá stuðningsfólki Arsenal í kjölfarið á myndbandi sem fór í dreifingu um liðna helgi.
Turner mun í sumar verða leikmaður Arsenal en hann er búinn að fá félagaskipti þangað frá New England Revolution í Bandaríkjunum.
Turner er 27 ára gamall, aðalmarkvörður bandaríska landsliðsins. Turner mun að öllum líkindum taka stöðu Bernd Leno í leikmannahópi Arsenal. Búist er við að Leno verði seldur í sumar.
Um helgina spilaði hann sinn síðasta leik í Boston og fyrir leik gaf hann stuðningsfólki sínu áritanir.
Hann neitaði þó að gefa einum stuðningsmanninum áritun því sá var í Tottenham treyju. Það er mikill rígur á milli Arsenal og Tottenham. „Þetta er ógeðslegt,” sagði Turner léttur eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.
I think he’ll fit in just fine on his side of North London 🔴⚪️😉 pic.twitter.com/pDzmYRACk0
— New England Revolution (@NERevolution) June 20, 2022
Athugasemdir