Velski sóknarmaðurinn Gareth Bale ætlar að spila með Real Madrid á næstu leiktíð og virða samning sinn. Þetta kemur fram í spænskum miðlum í dag.
Bale er 32 ára gamall og verður samningslaus á næsta ári en mikið hefur verið rætt um framtíð hans síðustu daga.
Hann var á láni hjá Tottenham á síðustu leiktíð þar sem hann gerði góða hluti.
Það er ljóst að hann fer ekki aftur þangað en hann hefur þó verið orðaður við Cardiff City síðustu daga. Hann er fæddur Í Cardiff og ólst þar upp og var sagt að hann vildi aftur á heimaslóðir en það verður þó ekkert úr því.
Samkvæmt spænsku miðlunum ætlar Bale að virða samning sinn við Real Madrid.
Hann mun því spila undir Carlo Ancelotti á næstu leiktíð.
Athugasemdir