Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. september 2019 09:00
Magnús Már Einarsson
Donni spáir í lokaumferðina í Inkasso-deild kvenna
Donni á hliðarlínunni.
Donni á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tindastóll og FH eiga bæði möguleika á sæti í Pepsi Max-deildinni.
Tindastóll og FH eiga bæði möguleika á sæti í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Lokaumferðin í Inkasso-deild kvenna fer fram í kvöld. FH, Tindastóll og Haukar eiga ennþá öll möguleika á að fylgja Þrótti upp í Pepsi Max-deildina.

Halldór Jón Sigurðsson, Donni, þjálfari Þórs/KA settist í spádómsstólinn fyrir lokaumferðina.



Tindastóll 4 - 0 ÍA (19:15 í kvöld)
Tindastólsstelpur tækla þennan leik á heimavelli og enda sitt stórkostlega sumar með stæl. Búnar að vera alveg frábærar í sumar og verða eins nálægt því og hægt er (höldum samt í vonina) að fara upp í Pepsi Max. Murielle skorar auðvitað nokkur mörk og Vigdís Edda splæsir í skallamark. Skagastelpur búnar að tryggja sér sitt sæti í deildinni og verða í fínum gír samt sem áður.

Afturelding 1 - 2 FH (19:15 í kvöld)
Stelpurnar hans Júlla munu standa í FH í þessum leik og þetta verður mögulega tæpt. En ég er nokkuð viss um að FH stelpur klári þennan leik 1-2 og það verður Maggý varnarjaxl sem setur sigurmark eftir að Selma jafni leikinn gegn gangi leiksins.
FH tryggir sig upp í Pepsi Max og halda gott partý.

Þróttur R. 6 - 4 Grindavík (19:15 í kvöld)
Þróttarar búnar að vinna deildina og Grindavíkur stelpur fallnar því miður svo þessi leikur verður eintóm skemmtun held ég. Mögulega 6-4 og allir í stuði. Blússandi sóknarleikur hjá báðum liðum og mikið af mörkum - annað væri skandall.

Augnablik 4 - 4 Fjölnir (19:15 í kvöld)
Þetta verður líklegast frekar grófur leikur. Mér finnst vera leiðinlega mikil jafnteflislykt af þessum leik eins ömurlega leiðinlegt og það hljómar. Gæti orðið taktískur slagur þjálfarana og endað 0-0 í leik þar sem verður spilaður stífur varnarleikur.
En skora á bæði lið að hleypa þessu í vitleysu og vona að leikurinn fari 4-4.

Haukar 7 - 0 ÍR (19:15 í kvöld)
Jakob Leó og co eru aldrei að fara að tapa þessu leik því miður fyrir ÍR inga. Jakob spyr Mr. Kostic vin okkar hvernig á að vinna með amk 8-10 marka mun þvi það er það sem gæti þurft til að komast upp (ef fer á versta veg hjá FH og Tinda) - Luka hvíslar því að honum og verður jafnvel á bekknum með honum. Haukar vinna líklegast 7-0 og enda sumarið með stæl. Vil ÍR ingum ekkert nema gott samt og ég vona að þetta fari ekki svona.....
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner