Man Utd ætlar að bjóða í Barkley - Varane og Casemiro aftur til Real?
   þri 20. september 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Dijk er ekki að spara sig fyrir HM
Mynd: EPA

Liverpool hefur ekki farið vel af stað á tímabilinu í ár og menn eins og Virgil van Dijk og Mohamed Salah eru bara skugginn af sjálfum sér.


HM í Katar er handan við hornið en það hefst í lok nóvember. Van Dijk vonast til að fara á sitt fyrsta stórmót en hann missti af EM í fyrra vegna meiðsla.

Hann var spurður hvort hann væri að slaka á í leikjum Liverpool til að meiðast ekki fyrir HM.

„Alls ekki. Ég get fullvissað þig um að það sé klárlega ekki málið. Staðan er ekki svona útaf því," sagði Van Dijk.

Liverpool er með 9 stig eftir sex leiki og tapaði illa gegn Napoli í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner