Sigurður Egill Lárusson spilaði kveðjuleik sinn á Hlíðarenda í gær þegar Valur fékk FH í heimsókn. Sigurður Egill skoraði eitt af fjórum mörkum Vals í leiknum, en það var hans 260. leikur í efstu deild með Val. Hann er leikjahæsti leikmaður félagsins í efstu deild.
Siggi sagði frá því í viðtölum eftir leikinn að hann væri ósáttur við viðskilnaðinn. Hann hafi reynt í allt sumar að fá svör frá stjórn félagsins en ekkert hafði heyrst fyrr en í aðdraganda leiksins í gær þegar hann fékk skilaboð á Messenger um að hann yrði ekki áfram.
Siggi sagði frá því í viðtölum eftir leikinn að hann væri ósáttur við viðskilnaðinn. Hann hafi reynt í allt sumar að fá svör frá stjórn félagsins en ekkert hafði heyrst fyrr en í aðdraganda leiksins í gær þegar hann fékk skilaboð á Messenger um að hann yrði ekki áfram.
„Ég ætlaði bara að enda þetta vel og ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar en það er búið að vera mjög erfitt að fá svör frá þeim og svo fékk ég bara skilaboð á Messenger um að þeir myndu ekki semja við mig og sjáumst bara hérna á sunnudaginn. Það voru þakkirnar, þannig að þetta er smá súr endir en það er bara áfram gakk," segir Siggi.
Hann sagði við mbl.is að þjálfarinn, Srdjan Tufegdzic, hafi viljað halda sér en stjórnin ekki.
Það er alveg hægt að setja sig í spor stjórnar fótboltadeildar Vals að besta niðurstaðan fyrir félagið væri að framlengja ekki við Sigga. Hann verður 34 ára á næsta tímabili, er á góðum samningi og var ekki lykilmaður á þessu tímabili.
Stjórn Vals hefur keypt inn unga og efnilega leikmenn síðustu misseri sem ekki er hægt að segja að hafi fengið urmul af tækifærum. Stjórnin vill að þessir leikmenn spili meira, en þjálfarinn velur sitt lið, besta liðið að hans mati til að ná í sigur í hverjum leik. Þjálfarinn sem vill halda Sigga, var ekki með hann í byrjunarliðinu gegn Vestra í bikarúrslitaleiknum og í stórum leikjum gegn Stjörnunni og Breiðabliki eftir tvískiptingu.
En það er líka hvernig viðskilnaðurinn er, hvernig er staðið að því að láta Sigga vita að hann verði ekki áfram. Hann er búinn að vera hjá félaginu í tólf ár, kom um mitt mót 2013, var risastór partur af liði sem vann fimm stóra titla. Og hann fær skilaboð á Messenger frá stjórninni? Mögulega er maður að detta í þá gildru að fara móðgast fyrir hönd annarra, en maður hefði haldið að hann ætti skilið að fá að vita þetta á skemmtilegri hátt.
En mögulega er svo bara best að rífa plásturinn af, kannski er ekkert betra að vera kallaður á fund eða fá símtalið. En þetta lítur allavega furðulega út.
Athugasemdir