Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 20. nóvember 2021 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Tvö mörk frá Zlatan ekki nóg - Bonucci skoraði úr tveimur vítum
Dusan Vlahovic skorar og skorar
Dusan Vlahovic skorar og skorar
Mynd: EPA
Zlatan skoraði tvö fyrir Milan og átti risastóran þátt í þriðja markinu
Zlatan skoraði tvö fyrir Milan og átti risastóran þátt í þriðja markinu
Mynd: EPA
AC MIlan tapaði fyrsta leik sínum í ítölsku deildinni á þessu tímabili er liðið beið lægri hlut fyrir Fiorentina, 4-3. Dusan Vlahovic og Zlatan Ibrahimovic skoraðu báðir tvívegis.

Atalanta vann lið Spezia, 5-2. Mario Pasalic skoraði tvö og lagði upp eitt fyrir Atalanta í leiknum en liðið situr í 4. sæti með 25 stig.

Leonardo Bonucci skoraði þá bæði mörk Juventus úr vítum er liðið vann Lazio, 2-0. Fyrra vítið kom á 23. mínútu áður en hann tvöfaldaði forystuna sjö mínútum fyrir leikslok. Juventus er í 7. sæti með 21 stig.

Fiorentina er þá fyrsta liðið sem vinnur Milan á tímabilinu en liðið náði þriggja marka forystu í leiknum. Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö mörk á sjö mínútna kafla í þeim síðari áður en Dusan Vlahovic gerði fjórða mark Fiorentina. Undir lokin kom þriðja mark Milan eftir að Zlatan skallaði í slá. Lorenzo Venuti mætti á ferðinni og ætlaði að hreinsa en fékk boltann í sig og í netið.

Milan er í 2. sæti með 32 stig, jafnmörg og Napoli sem er þó með betri markatölu. Fiorentina er í 6. sæti með 21 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Atalanta 5 - 2 Spezia
0-1 Mbala Nzola ('11 )
1-1 Mario Pasalic ('18 )
2-1 Duvan Zapata ('38 , víti)
3-1 Mario Pasalic ('41 )
4-1 Luis Muriel ('83 )
5-1 Ruslan Malinovskiy ('89 )
5-2 Mbala Nzola ('90 )

Fiorentina 4 - 3 Milan
1-0 Alfred Duncan ('15 )
2-0 Riccardo Saponara ('45 )
3-0 Dusan Vlahovic ('60 )
3-1 Zlatan Ibrahimovic ('62 )
3-2 Zlatan Ibrahimovic ('67 )
4-2 Dusan Vlahovic ('85 )
4-3 Lorenzo Venuti ('90 , sjálfsmark)

Lazio 0 - 2 Juventus
0-1 Leonardo Bonucci ('23 , víti)
0-2 Leonardo Bonucci ('83 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner