
Argentína varð síðastliðinn sunnudag heimsmeistari eftir sigur á Frakklandi í hreint út sagt mögnuðum úrslitaleik.
Lionel Messi, einn besti fótboltamaður sögunnar, fór fyrir liðið Argentínu sem fór alla leið í keppninni.
Messi hefur alltaf langað til að ná í þennan bikar og það er augljóst hvað honum þykir vænt um hann. Það er ekki skrítið þar sem þetta er stærsta keppni í heimi.
Messi var að birta myndir af sér þar sem hann sefur með bikarinn fræga.
Við myndirnar skrifar hann einfaldlega: „Góðan daginn."
Framundan í dag eru mikil fagnaðarlæti í Buenos Aires en meistararnir lentu í heimalandinu í nótt.
Messi on Instagram.. pic.twitter.com/XptgRjpqBp
— ???????????? ???????????????? ???? (@TheEuropeanLad) December 20, 2022
Athugasemdir