Köln þarf að snúa slöku gengi við sem fyrst. Liðið er búið að fá 8 stig úr 7 heimaleikjum það sem af er tímabils.
Ísak Bergmann Jóhannesson hafði byrjað á varamannabekknum hjá FC Köln í tvo leiki í röð en var í byrjunarliðinu á heimavelli gegn Union Berlin í dag.
Ísak lék allan leikinn gegn Union og var staðan markalaus allt þar til undir lokin í jöfnum leik. Rav van den Berg fékk beint rautt spjald í liði heimamanna á 83. mínútu og tókst gestunum frá Berlín að pota inn sigurmarki í uppbótartíma. Lokatölur urðu því 0-1 eftir dramatískan lokakafla.
Köln er núna án sigurs í fimm leikjum í röð og situr í neðri hluta deildarinnar með 16 stig eftir 15 umferðir. Union er fimm stigum fyrir ofan og situr í áttunda sæti.
Það fóru fleiri leikir fram í dag þar sem mesta skemmtunina var að finna í Wolfsburg. Heimamenn töpuðu þar sjö marka slag gegn Freiburg þrátt fyrir þrennu frá Dzenan Pejcinovic.
Pejcinovic jafnaði fyrst metin fyrir Wolfsburg og kom liðinu svo yfir í tvígang, en gestirnir áttu alltaf svör og stóðu uppi sem sigurvegarar eftir virkilega fjörugan fótboltaleik. Bæði lið fengu mikið af færum en gestirnir frá Freiburg voru hættulegri í sínum sóknaraðgerðum og skópu sigurinn.
Stuttgart og Hoffenheim gerðu markalaust jafntefli í Evrópubaráttunni alveg eins og Augsburg gerði jafntefli við Werder Bremen í neðri hlutanum. Nýliðar Hamburger SV náðu að lokum jafntefli við Evrópubaráttulið Eintracht Frankfurt.
Hamburger SV 1 - 1 Eintracht Frankfurt
1-0 Albert-Mboyo Sambi Lokonga ('19 )
1-1 Hugo Larsson ('26 )
Stuttgart 0 - 0 Hoffenheim
Augsburg 0 - 0 Werder Bremen
Wolfsburg 3 - 4 Freiburg
0-1 Philipp Treu ('5 )
1-1 Dzenan Pejcinovic ('13 )
2-1 Dzenan Pejcinovic ('49 )
2-2 Vincenzo Grifo ('56 , víti)
3-2 Dzenan Pejcinovic ('69 )
3-3 Jenson Seelt, sjálfsmark ('71 )
3-4 Derry Scherhant ('78 )
Köln 0 - 1 Union Berlin
0-1 Andras Schafer ('91 )
Rautt spjald: Rav van den Berg, Koln ('83)
Athugasemdir




