Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 21. janúar 2023 18:26
Brynjar Ingi Erluson
Eigandi Everton um stöðu Lampard: Ekki mitt að ákveða
Frank Lampard
Frank Lampard
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Everton, gæti fengið sparkið á næstu dögum eftir að liðið tapaði fyrir West Ham í dag, 2-0.

Everton tapaði ellefta leik sínum í deildinni á tímabilinu í Lundúnum í dag en liðið hefur ekki unnið leik síðan í október.

Liðið situr í 19. sæti deildarinnar með 15 stig og er útlit fyrir að tími Lampard sé á þrotum.

Sky Sports ræddi stuttlega við Farhad Moshiri, eiganda Everton, sem var í stúkunni á leiknum í dag, en hann vildi lítið tjá sig um Lampard eftir leikinn.

Hann var spurður út í framtíð stjórans en svar hans var fremur loðið.

„Það er ekki mitt að ákveða það,“ sagði Moshiri.
Athugasemdir
banner
banner
banner