Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Hugarburðarbolti GW 8 Fyrsti sigur Man Utd í tæp 10 ár á Anfield!
Enski boltinn - Loksins vinnur United á Anfield og Postecoglu rekinn
Kjaftæðið - Hvaða kjaftæði er í gangi í Bestu deildinni?
Innkastið - Brottrekstur Blika og yfirlýsingar á Hlíðarenda
Gunnar Vatnhamar - Færeyjar á flugi og annar Íslandsmeistaratitill
Kjaftæðið: Upphitun fyrir stóra helgi í boltanum!
Siggi Höskulds - Besta deildin kallar
Útvarpsþátturinn - Lokabardagar Bestu deildarinnar
Kjaftæðið - Landsliðsuppgjör með Kjartani Henry og fyrrum aðstoðarmanni Arnars Gunnlaugs
Útvarpsþátturinn - Landsliðið og Besta með Baldri og Sölva
Kjaftæðið - Jeppakallinn og Bjöggi Stef í gír!
Hugarburðarbolti GW 7 Arsenal komnir á toppinn!
Kjaftæðið - Liverpool í bullinu og Víkingar Íslandsmeistarar!
Uppbótartíminn - Til hamingju Blikar!
Enski boltinn - Er Liverpool í krísu?
Innkastið - Stóru málin með Bjössa Hreiðars
Útvarpsþátturinn - Skjótt skipast veður í lofti
Turnar Segja Sögur: Graeme Souness
Kjaftæðið - Hákon Haralds með sigurmark gegn Roma og stór helgi framundan!
Hugarburðarbolti GW 6 Verður Amorim stjóri Man Utd næstu helgi?
   þri 21. janúar 2025 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Beta um nýtt starf og tímann eftir Kristianstad
Kvenaboltinn
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet Gunnarsdóttir var í gær ráðin landsliðsþjálfari Belgíu eftir að hafa verið í smá fríi frá fótbolta. Hún skrifaði undir samning til sumarsins 2027.

Belgía er í 19. sæti styrkleikalista FIFA (Ísland er í fjórtánda sæti) og verður eins og Ísland meðal þátttökuþjóða á EM í sumar. Belgía er með Portúgal, Ítalíu og Spáni í riðli.

Beta, eins og hún er oftast kölluð, hefur verð án starfs síðan hún hætti sem þjálfari Kristianstad haustið 2023. Hún var sterklega orðuð við Aston Villa á Englandi í fyrra en ekkert varð úr því að hún tæki við liðinu. Þar á undan var hún orðuð við stórlið Chelsea og norska landsliðið.

Beta er 48 ára og hefur á sínum ferli stýrt ÍBV, Val og Kristianstad. Hún var í fimmtán ár hjá Kristianstad og gerði mjög eftirtektarverða hluti með liðið.

Í dag ræddi Beta við Fótbolta.net um nýja starfið og tímann eftir Kristianstad.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða á hlaðvarpsveitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner