Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
Enski boltinn - Kaldar nýárskveðjur og er Amorim búinn?
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
Leiðin úr Lengjunni: Ótímabæra spáin
Útvarpsþátturinn - Fyrsta ótímabæra spáin og stjóraskipti Chelsea
Hugarburðarbolti GW 19 Hirðfíflið mætti í studio 1
Kjaftæðið - Stórkostleg áramót fyrir Arsenal
Kjaftæðið - Gummi Tóta í KR?
Tveggja Turna Tal - Andri Freyr Hafsteinsson
Enski boltinn - Himnasending, Wirtz skoraði og þrjú efstu stinga af
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Útvarpsþátturinn - Kæfan 2025
Tveggja Turna Tal - Björn Daníel Sverrisson
Hugarburðarbolti GW 17 Þegar Trölli stal jólunum!
Kjaftæðið - Sérstakir gestir í jólaþætti
Enski boltinn - Slakt lið vann ömurlegt lið og Yoro horror show
Útvarpsþátturinn - Ólafur Ingi, fréttir úr Bestu og Davíð Snorri á línunni
Fótboltasjúkur á frábærum stað - „Hjólin fóru að snúast eftir þetta viðtal"
Kjaftæðið - Föstudagsgír og Tufa tekur við Varnamo
Kjaftæðið - Alvöru hiti í Pepsi Max studio-inu!
Hugarburðarbolti GW 16 Mr.Handsome
   þri 21. janúar 2025 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðtal
Beta um nýtt starf og tímann eftir Kristianstad
Kvenaboltinn
Elísabet Gunnarsdóttir.
Elísabet Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet Gunnarsdóttir var í gær ráðin landsliðsþjálfari Belgíu eftir að hafa verið í smá fríi frá fótbolta. Hún skrifaði undir samning til sumarsins 2027.

Belgía er í 19. sæti styrkleikalista FIFA (Ísland er í fjórtánda sæti) og verður eins og Ísland meðal þátttökuþjóða á EM í sumar. Belgía er með Portúgal, Ítalíu og Spáni í riðli.

Beta, eins og hún er oftast kölluð, hefur verð án starfs síðan hún hætti sem þjálfari Kristianstad haustið 2023. Hún var sterklega orðuð við Aston Villa á Englandi í fyrra en ekkert varð úr því að hún tæki við liðinu. Þar á undan var hún orðuð við stórlið Chelsea og norska landsliðið.

Beta er 48 ára og hefur á sínum ferli stýrt ÍBV, Val og Kristianstad. Hún var í fimmtán ár hjá Kristianstad og gerði mjög eftirtektarverða hluti með liðið.

Í dag ræddi Beta við Fótbolta.net um nýja starfið og tímann eftir Kristianstad.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða á hlaðvarpsveitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner