Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brereton Diaz aftur til Sheffield United (Staðfest)
Mynd: EPA
Ben Brereton Diaz er mættur aftur til Sheffield United en hann kemur á láni frá Southampton. Sheffield hefur möguleika á að kaupa hann í sumar.

Brereton Diaz gekk til liðs við Sheffield á láni frá Villarreal seinni hluta síðasta tímabils. Hann skoraði sex mörk í 14 leikjum í úrvalsdeildinni en það dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli.

Hann er mættur aftur til að hjálpa liðinu að vinna sér sæti aftur í úrvalsdeildinni. Liðið er í 2. sæti með 55 stig, stigi á eftir toppliði Leeds.

Hann gekk til liðs við Southampton frá Villarreal í sumar en honum hefur ekki tekist að sýna sitt rétta andlit en hann hefur ekki skorað í 13 leikjum í öllum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner