Hákon Arnar Haraldsson lék allan leikinn fyrir Lille sem tapaði 2-1 fyrir Liverpool á Anfield í kvöld. Hákon kom að marki Lille í leiknum og átti góðan leik.
Rætt var um frammistöðu Hákonar í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2. Albert Brynjar Ingason var spurður hvernig honum hefði fundist Hákon í leiknum?
Rætt var um frammistöðu Hákonar í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport 2. Albert Brynjar Ingason var spurður hvernig honum hefði fundist Hákon í leiknum?
„Mér fannst hann frábær í þessum leik. Mjög kröftugur, skilaði boltanum vel frá sér. Hann var oft að setja boltann í víddina og kom að markinu. Mér fannst þetta frábær frammistaða hjá honum sem þessi pressuframherji," sagði Albert og Ólafur Kristjánsson tók undir.
„Ég er sammála Alberti. Þetta var mjög þroskuð frammistaða, hann er að fara á Anfield á stóra sviðið í Meistaradeildinni. Mjög rólegur á boltann. Svo hleypur maðurinn náttúrulega svo ofboðslega mikið, mikil orka og góður í pressu. Hákon var mjög fínn í þessum leik," sagði Ólafur í þættinum.
Athugasemdir