sun 21. febrúar 2021 20:06
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Markaþurrð Saint-Maximin lauk eftir „lélegan skalla frá Maguire"
Mynd: Getty Images
Allan Saint Maximin skoraði sitt fyrsta mark fyrir Newcastle síðan í október þegar hann jafnaði metin gegn Manchester United í fyrri hálfleik liðanna í kvöld. Staðan er 1-1 þegar seinni hálfleikur er nýhafinn.

Saint-Maximin hefur glímt við meiðsli og kórónaveiruna á undanförnum mánuðum og er skemmtikrafturinn loksins að komast á skrið.

„Þetta er lélegur skalli frá Harry Maguire, hann veit ekki hvað er í kringum hann og hann reynir að skalla boltann bara einhvert í burtu. Anthony Martial slekkur á sér en þetta er frábærlega klárað hjá Allan Saint-Maximin. Þetta hefur verið frábær leikur til þessa," sagði Stephen Warnock, fyrrum leikmaður Liverpool og Aston Villa, í útvarpsútsendingu BBC Radio 5 Live þegar hann lýsti markinu.

Smelltu hér til að sjá markið

Hér má sjá markið sem Marcus Rashford skoraði þegar hann kom Man Utd yfir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner