Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. febrúar 2023 10:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Það virðist vera eitthvað sérstakt skotleyfi á þennan unga mann"
Bukayo Saka.
Bukayo Saka.
Mynd: Getty Images
Liðsfélagar Bukayo Saka hjá Arsenal eru ósáttir við það hversu litla vernd liðsfélagi þeirra fær hjá dómurum deildarinnar. Það eru stuðningsmenn liðsins einnig.

Sam Dean, fréttamaður hjá Telegraph, bendir á þá staðreynd að andstæðingar séu að fá eitt spjald fyrir hver tíu brot á Saka.

Á meðan hefur Saka fengið eitt spjald fyrir hver 4,8 brot sem hann sjálfur hefur framið.

„Það virðist vera eitthvað sérstakt skotleyfi á þennan unga mann," sagði Jón Kaldal, stuðningsmaður Arsenal, í hlaðvarpinu Enski boltinn á dögunum.

„Þetta er ótrúleg tölfræði. Það er búið að brjóta á honum miklu oftar en hann hefur brotið af sér."

Það var frekar rætt um dómgæsluna í ensku úrvalsdeildinni í hlaðvarpinu sem má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan.
Enski boltinn - Ekki bara tveir hestar, heldur þrír
Athugasemdir
banner