Thomas Tuchel nýr landsliðsþjálfari Englendinga hefur valið sitt fyrsta byrjunarlið við stjórnvölinn.
Þar er ýmislegt sem kemur á óvart enda er hinn 18 ára gamli Miles Lewis-Skelly í vinstri bakverði í frumraun sinni með A-landsliðinu.
Lewis-Skelly hefur verið feykilega öflugur með Arsenal á tímabilinu og fær verðskuldað tækifæri með Englandi í kvöld.
Dan Burn og Ezri Konsa, varnarmenn Brighton og Aston Villa, eru saman í hjarta varnarinnar. Þetta þýðir að Tino Livramento, Marc Guéhi og Levi Colwill sitja allir á bekknum.
Curtis Jones og Declan Rice byrja saman á miðjunni, með Jude Bellingham fyrir framan sig. Phil Foden og Marcus Rashford eru svo á köntunum á meðan Harry Kane leiðir fremstu víglínuna.
England: Pickford, Walker, Konsa, Burn, Lewis-Skelly, Rice, Jones, Foden, Bellingham, Rashford, Kane
Varamenn: D.Henderson, Trafford, Colwill, Livramento, James, Guehi, J.Henderson, Rogers, Gordon, Eze, Bowen, Solanke
Athugasemdir