Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   sun 21. apríl 2024 15:15
Brynjar Ingi Erluson
Forest brjálað yfir dómgæslunni - „Vorum búnir að vara þá við að hann væri stuðningsmaður Luton“
Stuart Attwell var í VAR-herberginu í dag
Stuart Attwell var í VAR-herberginu í dag
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Nottingham Forest er allt annað en sátt við dómgæsluna í 2-0 tapinu gegn Everton á Goodison Park í dag og segist það hafa varað enska dómarasambandið við fyrir leikinn.

Forest vildi ekki eina vítaspyrnu heldur þrjár vítaspyrnur í leiknum í dag.

Ashley Young átti þátt í þremur umdeildum atvikum. Hann sparkaði í Giovanni Reyna áður en hann handlék boltann í teig Everton. Þá tók hann Callum Hudson-Odoi niður í síðari hálfleiknum, en ekkert var dæmt í öll skiptin.

Þá vildu Forest-menn aftur fá víti þegar James Tarkowski átti að hafa handleikið boltann, en aftur var því vísað frá. Anthony Taylor var að dæma leikinn á meðan Stuart Attwell var VAR-dómari.

„Þrjár ótrúlega slakar ákvarðanir þar sem þrjár vítaspyrnur voru ekki gefnar og það er eitthvað sem við getum ekki sætt okkur við. Við vöruðum dómarasambandið við því að VAR-dómarinn væri stuðningsmaður Luton fyrir leikinn en þeir ákváðu ekki að skipta honum út. Mörgum sinnum hefur verið reynt á þolinmæði okkur og mun Nottingham Forest nú íhuga næstu skref,“ segir í yfirlýsingu félagsins á X.

Attwell er þessi umræddi stuðningsmaður Luton en fróðlegt verður að fylgjast með framvindu mála. Luton er í 18. sæti, aðeins stigi á eftir Forest í annars spennandi fallbaráttu í deildini.
Athugasemdir
banner
banner
banner