Ísak Snær Þorvaldsson sóknarmaður Rosenborg í Noregi var ekki með í 0-2 sigri gegn Vålerenga í efstu deild þar í landi í dag.
Ísak, sem skoraði 5 mörk í 18 deildarleikjum með Rosenborg 2023, hefur því misst af þremur fyrstu leikjum nýs deildartímabils vegna meiðsla. Samherjar hans hafa þó verið að gera frábæra hluti og er liðið með fullt hús stiga.
Ísak skoraði frábært mark í stórsigri Rosenborg gegn Rindal í norska bikarnum á dögunum en meiddist aftur eftir að hafa fengið spark í sköflunginn.
Búist er við að hann verði frá keppni í nokkrar vikur og missi því af næstu þremur leikjum í deildinni, sem eru gegn Molde, Kristiansund og Bryne.
Athugasemdir