Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   sun 21. maí 2023 18:58
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Blikar unnu sanngjarnan sigur á KA
Úr leik Breiðabliks og KA.
Úr leik Breiðabliks og KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 0 KA
1-0 Höskuldur Gunnlaugsson ('47 , víti)
2-0 Gísli Eyjólfsson ('54 )
Lestu um leikinn

Breiðablik vann sjötta sigur sinn í Bestu deild karla á tímabilinu er liðið lagði KA að velli, 2-0, á Kópavogsvelli.

Gestirnir í KA voru meira með boltann og náðu að stjórna ferðinni en lítið var um opin færi.

Ásgeir Sigurgeirsson fékk líklega besta tækifæri KA-manna er Oliver Sigurjónsson kom með bolta til baka sem rataði á Ásgeir en Anton Ari EInarsson gerði vel að loka á hann.

Gísli Eyjólfsson komst næst því að skora fyrir Blika undir lok fyrri hálfleiks er hann var þræddur í gegn en skot hans framhjá markinu.

Blikar mættu af krafti inn í síðari hálfleikinn og þegar um það bil mínúta var liðin fengu þeir vítaspyrnu. Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA, gerði skelfileg mistök er hann sendi boltann beint á Gísla sem keyrði í átt að marki áður en Steinþór braut á honum í teignum.

Höskuldur Gunnlaugsson steig á punktinn og skoraði af öryggi úr vítinu. Liðin skiptust á færum næstu mínúturnar. Þorri Mar Þórisson fékk dauðafæri til að jafna en Anton sá við honum og í næstu sókn bættu Blikar við öðru marki.

Gísli lék á Bjarna Aðalsteinsson áður en hann skaut boltanum í slá og inn. Boltinn hafði viðkomu af Dusan Brkovic en engu að síður laglegt mark.

Stefán Ingi Sigurðarson kom boltanum í netið á 82. mínútu leiksins en búið var að flagga rangstöðu. Kristinn Steindórsson var þá hársbreidd frá því að gera þriðja mark Blika en hann komst einn í gegn og reyndi að vippa boltanum yfir Steinþór sem náði rétt svo að blaka boltanum í horn.

Sanngjarn og þægilegur 2-0 sigur Blika á KA staðreynd. Blikar eru í 3. sæti með 18 stig eftir átta leiki en KA áfram í 5. sæti með 11 stig.
Athugasemdir
banner
banner