Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 21. júní 2021 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Calhanoglu að fara til erkifjendanna í Inter
Hakan Calhanoglu er nálægt því að ganga í raðir Inter á frjálsri sölu frá AC Milan.

Inter hefur boðið tyrkneska miðjumanninum þriggja ára samning og er það betri samningur en AC Milan hafði boðið honum.

Núgildandi samningur hans rennur út í lok mánaðar og getur hann því farið á frjálsri sölu.

Tyrkland er úr leik á EM og er búist við því að hann mæti til Milan í dag. Sky á Ítalíu býst við því að Calhanoglu fari í læknisskoðun á morgun.

Arsenal er einnig sagt hafa áhuga á Tyrkjanum en hann gekk í raðir AC frá Bayer Leverkusen sumarið 2017.
Athugasemdir
banner
banner