Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fös 21. júní 2024 12:11
Fótbolti.net
Dregið í Fótbolti.net bikarnum - Svona verða 16 liða úrslitin
KFG fer á Selfoss.
KFG fer á Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna rétt áðan var dregið í 16-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda. Það eru áhugaverðir leikir framundan. Það eru tveir 2. deildar slagir þar sem Selfoss mætir KFG og Haukar taka á móti Völsungi.

Áætlað er að leikirnir í 16-liða úrslitum fari fram miðvikudaginn 17. júlí.

Öll liðin tóku þátt í 32-liða úrslitunum nema Víkingur Ólafsvík sem fór sjálfkrafa áfram þar sem Kormákur/Hvöt gaf leikinn og dró sig úr keppninni.

32-liða úrslit keppninnar kláruðust á miðvikudag, en nýtt lið mun hampa bikarnum í lok hennar þar sem Víðir tapaði 1-3 gegn Haukum.

Úrslitaleikurinn mun fara fram föstudaginn 27. september á Laugardalsvelli.

16-liða úrslitin:
KF - Augnablik
Tindastóll - KH
KFA - Ýmir
Kári - Magni
Selfoss - KFG
Haukar - Völsungur
Árbær - Víkingur Ó.
Vængir Júpiters - KFK
12:07
Þá er þessum drætti lokið
Takk fyrir samfylgdina!

Eyða Breyta
12:06
Vængir Júpiters - KFK
Og þetta eru síðustu tvö lið úr pottinum.

Eyða Breyta
12:06
Árbær - Víkingur Ó.
Baddi Borgars gegn Gary Martin. Þetta verður eitthvað!

Eyða Breyta
12:05
Haukar - Völsungur
Þessi lið mættust á dögunum og þá vann Völsungur 1-3 sigur.

Eyða Breyta
12:05
Selfoss - KFG
Topplið 2. deildar fær heimaleik gegn KFG úr Garðabæ.

Eyða Breyta
12:04
Kári - Magni
Grenvíkingar fara í Akraneshöllina.

Eyða Breyta
12:04
KFA - Ýmir
Fleiri leikir á landsbyggðinni.

Eyða Breyta
12:03
Tindastóll - KH
Annar leikur á landsbyggðinni!

Eyða Breyta
12:02
KF - Augnablik
Arnar Laufdal og félagar fara á Ólafsfjörð!

Eyða Breyta
12:00
Núna er verið að fara að draga. Æsispennandi!

Eyða Breyta
11:00
Liðin sem eru í pottinum:
2. deild
KFA
KF
Völsungur
KFG
Haukar
Selfoss
Víkingur Ó.

3. deild
Kári
Vængir Júpíters
Augnablik
Árbær
Magni
KFK

4. deild
Tindastóll
KH
Ýmir

Eyða Breyta
11:00
Meistararnir féllu úr leik
Stærstu tíðindin í 32-liða úrslitum voru sigur Hauka gegn ríkjandi meisturum Víðis í Garði. Það var dramatík í stórskemmtilegum leik í Garðinum.

   19.06.2024 22:35
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum


Eyða Breyta
11:00
Hér verður bein textalýsing frá drættinum í 16-liða úrslit
Drátturinn hefst klukkan 12:00 í höfuðstöðvum KSÍ. Hann verður í beinni sjónvarpsútsendingu á síðu KSÍ hjá Sjónvarpi Símans.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner
banner