Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   mið 19. júní 2024 22:35
Elvar Geir Magnússon
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Birkir Brynjarsson.
Birkir Brynjarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
„Þetta var helvíti gaman. Það er gaman að koma í Garðinn," segir Birkir Brynjarsson sem var hetja Hauka sem unnu 3-1 útisigur gegn Víði í Garði í 32-liða úrslitum Fótbolti.net bikarsins.

Birkir skoraði tvö mörk í blálokin og tryggði Haukum sigurinn. Þessi ungi leikmaður er fæddur 2006 og hefur ekki mikið fengið að spila fyrir Hauka í deildinni.

Lestu um leikinn: Víðir 1 -  3 Haukar

„Það var bara eitt markmið hjá okkur, það var bara vinna hérna á útivelli. Taka meistarana strax og klára þetta. Við förum þá léttari leið í úrslitin. Það væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum. Það er markmiðið allavega."

„Við vorum ekki endilega með okkar sterkasta lið í kvöld, ég hef ekki fengið að spila mikið. Við sýndum að það eru margir góðir í þessu liði og við getum unnið alla."

Birkir sendi Ian Jeffs ákveðin skilaboð með mörkunum í kvöld.

„Vonandi fær maður meiri spiltíma eftir þetta, en hann náttúrulega ræður þessu."

Birkir vonar að sigurinn komi Haukum á betra skrið í 2. deildinni þar sem liðið er í níunda sæti og langt síðan síðasti sigur kom. Í viðtalinu er hann spurður út í óskamótherja fyrir dráttinn á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner