
Afturelding 3 - 0 ÍA
1-0 Hildur Karítas Gunnarsdóttir
2-0 Katrín Vilhjálmsdóttir
3-0 Ariela Lewis
1-0 Hildur Karítas Gunnarsdóttir
2-0 Katrín Vilhjálmsdóttir
3-0 Ariela Lewis
Afturelding og ÍA áttust við í seinni leik kvöldsins í Lengjudeild kvenna og uppskáru heimakonur sigur í Mosfellsbæ.
Hildur Karítas Gunnarsdóttir, Katrín S. Vilhjálmsdóttir og Ariela Lewis skoruðu mörk Aftureldingar til að tryggja sigur í þessum áhugaverða slag.
Þetta eru afar dýrmæt stig fyrir Aftureldingu sem stekkur upp í 2. sæti með sigrinum. Þar er liðið með 13 stig eftir 7 umferðir.
ÍA situr eftir í sjötta sæti, með 9 stig, og þurfa Skagakonur að bretta upp ermar ætli þær sér að berjast um sæti í Bestu deildinni.
Athugasemdir