Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. júlí 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Margar mannabreytingar hjá KV
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Margar mannabreytingar eru væntanlegar hjá liði KV sem spilar í Lengjudeildinni. Þegar hefur verið greint frá því að Björn Axel Guðjónsson er farinn til Víkings Ólafsvíkur og eru fleiri breytingar væntanlegar.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net munu þeir Einar Már Þórisson og Ingólfur Sigurðsson ekki spila fleiri leiki með KV í sumar. Oddur Ingi Bjarnason er með hjartavöðvabólgu, hefur ekki spilað síðan í júní og verður ekki meira með.

Þá eru þeir Samúel Már Kristinsson og Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson á förum frá KV þar sem þeir eru á leið erlendis í nám.

Sigurvin Ólafsson hafði þjálfað lið KV síðustu ár en hann var ráðinn aðstoðarþjálfari FH fyrir um mánuði síðan. Skömmu síðar var tilkynnt um ráðningu á Sigurði Víðissyni sem þjálfara KV. Frá þjálfarabreytingunni hefur KV spilað fjóra leiki, fyrsti leikurinn vannst gegn Vestra en svo hafa síðustu þrír tapast.

KV er í næstneðsta sæti Lengjudeildarinnar með sjö stig eftir tólf leiki, fjórum stigum frá öruggu sæti. Næsti leikur liðsins er gegn Fylki í kvöld.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner