Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 19. júní 2025 13:42
Elvar Geir Magnússon
Mbappe á sjúkrahúsi vegna magabólgu
Mbappe er á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum.
Mbappe er á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum.
Mynd: EPA
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe, leikmaður Real Madrid, er á sjúkrahúsi með magabólgu. Hann missti af leik liðsins gegn Al-Hilal á HM félagsliða.

Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en Real Madrid útskýrði fjarveru Mbappe á þá leið að hann væri veikur.

Félagið gaf það síðan út í dag að hann væri á sjúkrahúsi vegna magabólgu og verið væri að skoða hann.

Magabólga er sýking í meltingarvegi sem veldur uppköstum eða niðurgangi.

Óvíst er með þátttöku Mbappe á HM félagsliða en næsti leikur Real Madrid er gegn Pachuca frá Mexíkó á sunnudaginn.
Athugasemdir
banner
banner