Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
banner
   fös 20. júní 2025 22:23
Alexander Tonini
Óskar Smári: Alveg sammála þér og ég tek það algjörlega á mig
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er bara sammála, við spiluðum við mjög gott lið. Við byrjuðum leikinn herfilega, við byrjum ekki leikinn fyrr en eftir kannski 10-15 mínútur. Við gefum þeim 1-0 forskot, það er dýrt á móti eins góðu liði og Þrótti. Fyrri hálfleikur var ekki alveg nógu góður af okkar hálfu, en mér fannst viðbrögðin við því sem við töluðum um í hálfleik mjög góð.
Ég er mjög ánægður með viðbrögð leikmanna í hálfleik, erfið staða. Svo kemur þriðja markið sem getur verið síðasti naglinn í kistunni hjá liðum en mér fannst mínar stúlkur eflast við að fá það mark á sig og skora"
, sagði Óskar Smári þjálfari Framara um erfiða byrjun Framkvenna hér í kvöld.

Eftir daufan fyrri hálfleik sneru Framkonur blaðinu við og mættu endurnærðar til leiks eftir hlé. Það var allt annað að sjá til liðsins sem sýndi mikla baráttu og beitti sér af meiri krafti. Meira jafnræði skapaðist á vellinum og leikurinn opnaðist til muna. Ljóst er að hálfleiksumræða Óskars Smára hafði jákvæð áhrif – leikmennirnir virtust taka boðskap hans til sín og bregðast við með aukinni einbeitingu og vilja.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  3 Þróttur R.

Fyrri hálfleikur var Framkonum þungur í taumi þar sem þær áttu í miklum vandræðum með að finna taktinn og spiluðu langt undir getu miðað við síðustu leiki. Leikplanið virtist að mestu byggjast á því að senda langa bolta fram á Murielle, sem þurfti að glíma ein við öfluga vörn Þróttara.

„Ég er alveg sammála þér og ég tek það algjörlega á mig, leikplanið í fyrri hálfleik var ekki gott. Það er algjörlega á mér að uppsetningin í leiknum er ekki nógu góð. Þannig að ég tek ábyrgðina á slökum fyrri hálfleik í dag"

„Mér fannst leikurinn alveg jafn þannig, alla veganna í seinni hálfleiknum. Í fyrri hálfleik var Þróttur töluvert sterkari en við. Það voru leikmenn Þróttar sem þökkuð fyrir leikinn og viðurkenndu það að þetta hafi verið töluvert erfiðari sigur en í fyrsta leik. Mér fannst leikurinn 3-1 alveg gefa rétta mynd af leiknum, en mér fannst við alveg gefa þeim leik.
Á betri degi með betri fyrri hálfleik hefðu úrslitin geta verið öðruvísi. Við verðum að bera virðingu fyrir því að við erum að spila við Þróttaralið sem er á toppnum ásamt Breiðabliki og FH"
, bætti Óskar Smári við um væntingar liðsins fyrir þennan leik í ljósi þess að stelpurnar hans í Fram hefðu unnið þrjá deildarleiki í röð og fjóra af síðustu fimm.

Viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir